48V kerfi bifreiða
Bifvélavirkjar
Auknar umhverfiskröfur um minni mengun bifreiða hafa leitt til þess að bílaframleiðendur hafa þróað að undanförnu 48 V kerfi til að minnka útblástursmengun frá þeirra bifreiðum. Bifreiðar með 48V kerfi er enn eitt þrepið í rafbílavæðingunni og flokkast þessir bílar sem MHEV eða Mild Hybrid Electric Vehicle. Gera má ráð fyrir að allt að 70% nýrra bifreiða árið 2020 verði rafvæddir á einhvern hátt til að standast mengunarkröfur og er líklegt að MHEV verði stór hluti af þeirri prósentu.
Á þessu námskeiði verður farið yfir ástæður þess að bílaframleiðendur eru að innleiða þessi kerfi í sína bíla, uppbyggingu kerfisins og virkni.