Mótun umhverfisstefnu og kolefnisreikningur
Ófjárhagslegar upplýsingar eru sífellt mikilvægari í nútímafyrirtækjarekstri. Hluti af þeim er að fyrirtæki hafi umhverfisstefnu sem inniheldur markmið og aðgerðaáætlun auk þess sem upplýsingar um stöðu umhverfismála, svo sem kolefnisspor fyrirtækisins, séu til staðar. Á námskeiðinu skoðum við uppsetningu áreiðanlegrar umhverfisstefnu og kolefnisspor fyrirtækja, hvaðan það kemur og hvernig það er reiknað, til hlítar. Námskeiðið verður blanda af fyrirlestrum og verkefnum.