Gerð rekstrarreiknings og framtals til skatts
Allir
Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að gera rekstrarreikning vegna starfsemi sem hefur að geyma upplýsingar um tekjur og gjöld. Tekjufærslan veldur sjaldan vafa en gjöldin eru meira vandamál. Á námskeiðinu verður kennt með raunhæfum verkefnum að setja upp rekstrarreikning á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga um tekjur og gjöld svo og að fylla út skattframtal á grundvelli rekstrarreikningsins.