Námsmat og gerð sveinsprófa
Sveinsprófsnefndir
Þetta námskeið er ætlað fulltrúum sveinsprófsnefnda.
Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi þætti:
· Námsmatsaðferðir - flokkun þeirra - kostir og gallar
· Sveinspróf og einkenni lokamats sem námsmatsaðferðar
· Hæfniviðmið - tilgangur og markmið við námsmat
· Prófatriðatafla og uppbygging á prófi - að fá heildarsýn á ferlið
· Áreiðanleiki og réttmæti - aðferðir til að meta gæði prófs og eigin vinnubrögð
· Gerð prófatriða - að læra af eigin mistökum (fjölval, rétt/rangt, pörun, eyðufyllingar, stuttar ritgerðarspurningar og langar ritgerðarspurningar)
· Matskvarðar og notkun þeirra
· Sérúrræði í sveinsprófi, samskipti og vinna með próftökum