Brunaöryggi og brunavarnir í veitingahúsum
Starfsfólk í veitingahúsum
Markmið námskeiðsins er að auka færni þátttakenda að vinna að forvörnum í eldvörnum; auka meðvitund um atriði sem valda íkveikju, hindra flóttaleiðir, aðgang að slökkvibúnaði, viðvörunarbúnað og fl. Á námskeiðinu er rætt um hvernig eldur brennur, um brunaflokka og notkun á mismunandi slökkvitækjum.
Þátttakendur læra að bregðast við eldboðum og að hefja slökkvistarf þegar við á. Að velja rétt slökkvitæki til fyrstu viðbragða við eldi og auka þar með möguleika á að ná árangri og takmarka skemmdir. Einnig verður farið yfir mat á hættustigi varðandi rýmingu svæða.