Asbest - netnámskeið
Byggingamenn
Þetta námskeið er fyrir þau sem hyggjast vinna við tilkynningaskylt niðurrif á asbesti. Skilyrði fyrir því að fá leyfi til að rífa niður asbest er að búa yfir þekkingu á skaðsemi þess og nauðsynlegum mengunarvörnum.
Námskeiðið veitir réttindi til vinnu við asbestverk sem valda lítilli mengun t.d. við niðurrif á þakplötum og ytri klæðningu utanhúss, við minniháttar niðurrif og viðhaldsvinna innanhúss.
Þau sem ljúka námskeiðinu eru á skrá hjá Vinnueftirlitinu svo hægt sé að meta umsóknir um asbestvinnu.Námskeiðið veitir ekki réttindi til stærri verkefna eða vinnu við eða með laust asbest þar sem hætta er á verulegri asbestmengun.
Námskeiðið er í boði allt árið. Það hefst þegar þátttakandi hefur verið skráður og er opið í átta vikur frá skráningu.
Námskeiðið er kennt á netinu, í fræðslukerfi Vinnueftirlitsins. Það tekur um það bil þrjár klukkustundir að fara í gegnum námskeiðið.