Bilanagreining háspennurafhlaða

Þetta námskeið er hugsað sem ákveðið framhald af IMI rafbílanámkseiði á þrepi 4 og er í samstarfi við Pro-Moto Europe. Það hefur verið hannað til að gefa þáttakendum innsýn inn í ferli bilanagreiningar og viðgerðar þegar kemur að háspennurafhlöðum bíla.

Fjölda raf og tvinn bíla á götunum fer sífelt fjölgandi og eftir því sem þeir eldast verður eitt aðaláhyggjuefni eigenda að háspennurafhlaðan gefi sig og þann kostnað sem því getur fylgt sérstaklega ef á að skipta algjörlega um rafhlöðu, en í mörgum tilfellum er möguleiki á að gera við rafhlöðuna fyrir mun minni kostnað ef þekking á verkstæðum er fyrir hendi.

Á námskeiðinu verður einblýnt á mismunandi gerðir háspennu rafhlaða, greiningu bilana, viðgerðaraðferðir og prófanir. Farið verður yfir:

  • Týpur háspennurafhlöða
  • Uppbyggingu háspennurafhlaða
  • SOC og SOH
  • Tækniupplýsingar um háspennurafhlöðu
  • Spennujöfnun(Balancing)
  • Prófanir á háspennurafhlöðu
  • Viðgerð á háspennurafhlöðu
  • Prófun eftir viðgerð

Námskeiðið er að hluta verklegt þar sem þátttakendur koma til með að vinna með háspennu rafhlöður.  Æskilegt að þátttakendur hafi lokið IMI rafbílanámskeiði á þrepi 4 eða sambærilegu. Kennt er á ensku.


Næst kennt

DAGSETNINGKENNTFRÁTILNÁMSÞÁTTURSTAÐSETNING
02.12.2024mán.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20Sjá nánar
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband