„BON BON“ súkkulaði og konfekt - masterclass námskeið með súkkulaði sérfræðingnum og Netflix stjörnunni Juan Gutierrez. 

Um er að ræða tveggja daga masterclass námskeið þar sem súkkulaði leikur aðalhlutverkið. Á námskeiðinu öðlast þú traustan og faglegan grunn sem Gutierrez byggir upp á lifandi og skemmilegan hátt. Síðan taka við verklegar æfingar þar sem þú öðlast þú öryggi, færni og ekki síst hugrekki til að gera þínar hugmyndir að ljúffengum súkkulaðiævintýrum.

Áherslan verður lögð á meðferð súkkulaðis og litafræði með sérstakri áherslu á eftirfarandi rétti:

JARÐARBER

Jarðarberjasulta, jarðarberja kurl og vanillu ganache

 

MILO

Milo ganache og Milo kurl

 

OSTAKAKA MARACUYA

Ástríðuávaxtagel og Ganache de Cheesecake

 

MORGUNKORN

Korn ganache og Korn kurl

 

HESSILHNETUR

Heslihnetu pralín

 

KAFFI

Kaffigel og kaffi ganache

 

PISTASÍUHNETUR

Pistasíu ganache og pistasíu marsípan

 

SVÖRT SESAM OSTAKAKA

Vanillu ganache og svart sesam pralín

 

 

Kennari á námskeiðinu er meistara kokkurinn Juan Gutierrez. Hann sló í gegn árið 2022 þegar hann varð hlutskarpastur í hinum vinsæla þætti School of Chocolate á Netflix. Gutierrez þykir meðal fremstu og færustu eftirréttameistara heims, enda eru réttirnir hans meira en bara sælgæti - þeir eru matarupplifanir, sem segja sögur. 

Í sköpun sinni heiðrar Gutierrez bragð og hefðir hvaðanæva úr heiminum. Hann sækir innblástur til fjölbreyttrar menningar Mexíkó, Ítalíu, Indlands og Bandaríkjanna en hjartað slær þó alltaf sterkast með heimalandi hans, Kólumbíu. 

Fyrir utan eldhúsið hefur Juan brennandi áhuga á menntun og leiðsögn. Hann ferðast um allan heim og kennir súkkulaði og eftirréttatækni, sem veitir innblástur fyrir næstu kynslóð eftirrétta kokka.

 

 

  


Næst kennt

DAGSETNINGKENNTFRÁTILNÁMSÞÁTTURSTAÐSETNING
11.04.2025fös.08:0016:00Sjá nánar
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband