Aðventukransagerð
Þetta námskeið er fyrir öll sem vilja læra að búa til sinn eigin aðventukrans og styrkri leiðsögn sérfræðinga í faginu. Námskeiðið byggir á sýnikennslu í bland við verklega kennslu í þar sem þátttakendur gera sinn eigin aðventukrans. Áhersla verður lögð á að nota efni úr nærumhverfi í bland við hefðbundið skreytingaefni. Nemendur setja saman sinn eigin aðventukrans sem þeir taka með sér heim.
Kennarar eru Bryndís Eir Þorsteinsdóttir og Valgerður Jóndís Guðjónsdóttir blómahönnuðir og kennarar á blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans.