Reiknað endurgjald
Einyrkjar og verktakar
Þeir einstaklingar sem eru með sjálfstæðan rekstur eiga að reikna sér endurgjald (laun) fyrir vinnu sína. Eins og með önnur laun gilda ákveðnar reglur um staðgreiðslu opinberra gjalda, tryggingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir þessi atriði ásamt fleiri þáttum.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem eru með sjálfstæðan rekstur.