Skyndihjálp

Námskeiðið er ætlað þeim sem öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Tilgangur þess er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. Farið er í hvað er skyndihjálp og undirstöðuatriði eins og streitu í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænan stuðning og að forðast sýkingar.
Fjallað er um fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Farið er yfir grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.  Einnig er stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruna, höfuðhögg, brjóstverk (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall. 

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband