Adobe Illustrator II

Námskeiðið er ætlað þeim sem telja sig slarkfæra á Illustrator, en vita jafnframt að þeir gætu vel bætt við sig einhverjum fróðleik. Enda er margt sem hægt er að gera í forritinu ekki alveg augljóst án smá leiðsagnar, t.d. á námskeiði. Farið er í fjölmargt í Illustrator sem nýtist þátttakendum strax að loknu námskeiði svo sem yfirferð yfir mörg tólanna og ýmislegt úr valblöðunum, litanotkun og litablöndun, Effects, Appearance og margt fleira. Þessu er fylgt eftir með stuttum æfingum. Síðast en ekki síst er farið vel í notkun pennatólsins, en það vefst fyrir mörgum. Gerðar er sérstakar æfingar til þess að auka færnina.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband