Jákvæð sálfræði og styrkleikaþjálfun - nýttu styrkleika þína á nýjan hátt
Allir
Þátttakendur læra leiðir til að njóta lífsins betur og vera virkari. Farið er í léttar og skemmtilegar æfingar sem eru til þess fallnar að nýta eigin styrkleika betur, bæta samskipti og ná meiri árangri.
Á námskeiðinu verður farið yfir rannsóknir á styrkleikum, bjartsýni og hamingju og fjallað um gildi jákvæðni fyrir sköpun og árangur. Einnig verður farið í kosti styrkleikaþjálfunar og hvernig hægt er að nýta sér verkfæri úr styrkleikaþjálfun í daglegu lífi.
Þátttakendur taka Realise2 styrkleikapróf og fá styrkleikagreiningu. Prófið er innifalið í námskeiðsgjaldi.