After Effects II og grunnur í Cinema 4D

Hönnuðir, prentsmiðir, listamenn, stjórnendur markaðsstarfs, umbrotsmenn, blaðamenn

Gerð þrívíddar-hreyfimynda með Cinema 4D. Nemendur læra að hanna einfaldar hreyfimyndir í þrívídd sem fanga athygli og nýtast í markaðsstarfi fyrirtækja eða fjölmiðlum.

Farið verður í undirstöðuatriði hönnunar á þrívíddarhreyfimyndum, nemendur fá leiðsögn í að leysa einföld verkefni og lagður góður grunnur í notkun á Cinema 4D lite forritinu en það er hluti af Adobe After effects hreyfimyndaforritinu. Æskilegt er að nemendur hafi tekið grunnnámskeið í After Effects eða hafi grundvallarþekkingu á því forriti. 

 

Kennari: Steinar Júlíusson er reynslumikill og farsæll hreyfihönnuður sem starfar hjá Brandenburg. Hann hefur starfað fyrir H&M, Acne Stockholm, Unicef á Íslandi, Borgarleikhúsið og Absolut Vodka. Steinar hefur áður kennt við LHÍ og hinn virta Berghs School of Communication.


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband