Fimm áhugaverð atriði um gervigreind
Gervigreind hefur á örfáum árum breyst úr hugmynd úr vísindaskáldskap yfir í ómissandi þátt í daglegu lífi.

Í þessari grein skoðum við hvernig gervigreind er alls staðar í kringum okkur, hversu aðgengileg hún er og hvernig hún getur bæði breytt vinnubrögðum okkar og hugsunarhætti, þ.e. ef við notum hana af ábyrgð.
- Gervigreind er alls staðar og þú notar hana án þess að taka eftir því!
Gervigreind er orðin órjúfanlegur hluti af daglegu lífi. Þegar þú skoðar hvað er til á Netflix, færð auglýsingar á netinu eða flettir á samfélagsmiðlum, þá ertu að nýta þér mátt gervigreindarinnar.
- Gervigreind er fyrir alla. Þú þarft ekki að vera tækniséní eða forritari til að skilja og nýta þér gervigreindina. Ólíkt því sem margir halda er gervigreind mjög aðgengileg og allir sem hafa áhuga geta nýtt sér þessa tækni, bæði í starfi og daglegu lífi.
- Gervigreindin þróast á ótrúlegum hraða
Framþróun gervigreindarinnar hefur verið gríðarleg undanfarin ár. Árið 2018 var gervigreind sem gat skrifað texta eins og manneskja fjarlæg framtíðarsýn, í dag getur þú skráð þig inn á ChatGPT og notað slíka tækni. Allt bendir til þess að næstu ár muni færa okkur enn meiri og byltingarkenndari nýsköpun á þessu sviði.
- Gervigreindin er að auka afköst
Kannski ert þú þegar að nota gervigreind í vinnunni – eða gætir gert það til að spara þér tíma. Gervigreindin leysir á sekúndum verkefni sem tæki fólk margar klukkustundir, hvort sem um er að ræða samantekt á skýrslum, greiningu gagna eða sköpun efnis.
- Gervigreindin er alls ekki fullkomin Þrátt fyrir möguleikana, þarf að muna að þessi tækni byggir á gögnum sem hún hefur lært af. Hún getur endurspeglað hlutdrægni og búið til mjög sannfærandi - en rangar upplýsingar. Gagnrýnin hugsun er því afar mikilvæg þegar við notum þessi verkfæri. Gervigreind getur sparað þér tíma, gert vinnuna einfaldari og breytt því hvernig þú lærir og skapar. Notaðu hana mikið og vel en með gagnrýnni hugsun!
Iðan fræðslusetur býður upp á fjölmörg námskeið um gervigreind. Hér má sjá hvað er á döfinni hjá okkur:
- 9. apríl
Hagnýting gervigreindar í iðnaði
- 30. apríl
Gervigreind við byggingaframkvæmdir
- 8. maí
Gervigreind fyrir hönnuði
- 16. maí
Hagnýting gervigreindar í iðnaði
- 19. maí
Hagnýting gervigreindar í iðnaði - á Akureyri
- 26. maí
Hagnýting gervigreindar í iðnaði - á Ísafirði