Galdrar á bak við barinn

Hefur þú einhvern tímann séð barþjón kasta flöskum á loft og grípa fimlega á meðan hann töfrar fram ótrúlegustu drykki án þess að blikna? - þá hefur þú kynnst „flair“.

    Ef ekki er alltaf hægt að horfa á myndina Cocktail með Tom Cruise þar sem hann leikur listir sínar bak við barinn. Nú eða bara leita á YouTube.

    Tom Cruise er auðvitað frábær en Michael Moreni er einn sá allra fremsti á þessu sviði og heimsþekktur fyrir ótrúlega tækni, sjarma og stórskemmtilegar uppákomur. Moreni hefur unnið til fjölda verðlauna í „flair“ keppnum um allan heim og hvar sem hann kemur heillar hann áhorfendur með sýningum þar sem blöndun drykkja verður allt að því listgrein.

    En hvað er eiginlega „flair“? Flair er ekki bara listin að blanda kokteila á frumlegan hátt, heldur snýst það um að gera heimsóknina á barinn að sjónrænu ævintýri. „Flair“ er listræn blanda af hæfni og nákvæmni þar sem flöskur, glös og jafnvel ísmolar fljúga um loftið í takt við tónlistina. „Flair“ er töfrum líkast!

    Þannig að, næst þegar þú sérð barþjón grípa flösku á lofti eða vippa glasi upp í loft og grípa það af fullkominni nákvæmni, hugsaðu þá til Michael Moreni, snillingsins sem setti ný viðmið í þeirri list að skapa einstaka stemningu á barnum.

    Og ef þú hefur áhuga á að læra undirstöðuatriðin í þessari tækni þá er námskeiðið Flair fyrir alla – byrjendanámskeið kjörið fyrir þig! Á námskeiðinu lærir þú undirstöðuatriðin í flair, hvernig á að framkvæma þau rétt án þess að hægja á afgreiðslunni, auk þess sem fjallað verður um hvernig þú getur bætt við þínum persónulega stíl við blöndun drykkja. Þú lærir líka mikilvægi þess að lesa viðskiptavininn og skilja hvenær er viðeigandi að nota flair-hæfileikana og hvenær er betra að halda sig við hefðbundnari aðferðir.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband