Fjölmenni við hátíðlega afhendingu sveinsbréfa
Alls fengu 138 nýsveinar í sex iðngreinum sveinsbréfin sín afhent við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í dag.

Sveinsbréf voru afhent í eftirfarandi iðngreinum:
- Húsasmíði
- Pípulagnir
- Málaraiðn
- Húsgagnabólstrun
- Matreiðsla
- Framreiðsla
Að lokinni afhendingu skemmti Ari Eldjárn gestum eins og honum einum er lagið. Leiðtogar Iðunnar voru á staðnum og kynntu námskeiðsframboð Iðunnar í matvæla - og byggingagreinum og einnig voru kynntir möguleikar nýsveina á styrkjum til vinnustaðanáms í Evrópu.
Iðan óskar nýsveinum innilega til hamingju með áfangann.