Vertu skrefi á undan í stafrænum heimi!
Gervigreind er mál málanna í dag enda um að ræða tækni sem getur aukið skilvirkni, örvað sköpun og stuðlað að hámarksafköstum í starfi. Að því gefnu að þú kunnir að nýta hana!

Iðan býður upp á námskeiðið Hagnýting gervigreindar í iðnaði fyrir alla sem vilja notfæra sér ChatGPT til að auka skilvirkni í starfi og einfalda sér dagleg verkefni. Á þessu hagnýta námskeiði færð þú innsýn í hvernig ChatGPT getur orðið þinn öflugasti aðstoðarmaður – hvort sem þú ert fagmaður á vettvangi, stjórnandi eða frumkvöðull.
Á námskeiðinu lærir þú að:
- skilja hvernig gervigreind virkar og hvernig þú nýtir hana best.
- nota ChatGPT til að leysa raunveruleg verkefni á skilvirkan hátt.
- forðast algeng mistök og setja réttar væntingar.
- upplifa möguleika ChatGPT í texta-, mynda- og talvinnslu.
Skipulag námskeiðs
Námskeiðið er kennt sem heill dagur eða tvö kvöld og skiptist í tvo hluta:
- Grunnur – Fyrst er fjallað um ChatGPT notkunarmöguleika þess og lykilatriði í samskiptum við gervigreind.
- Hagnýting – Næst er farið á dýpið og könnuð sérhæfð verkfæri og unnin raunhæf verkefni fyrir þinn starfsvettvang.
Hagnýtar upplýsingar
Þátttakendur þurfa að hafa snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu með greidda áskrift að ChatGPT
- Námskeiðið er kennt er á íslensku.
- Námskeiðið er leitt af sérfræðingum Javelin AI, sem hafa sérhæft sig í gervigreindarþjálfun fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Skráðu þig núna og lærðu að nýta gervigreindina í þína þágu.