BIM skapalón - Autodesk Build fyrir verktaka, verkefnastjórnun og verkkaupa

Taktu þátt í fyrsta BIM Skapalón viðburði vorsins

    BIM Ísland, NTI, Mannverk og Iðan fræðslusetur bjóða til viðburðar og umræðu um tækifæri við notkun á Autodesk Build (ACC) fyrir verktaka, í verkefnastjórnun og fyrir verkkaupa.

    Á viðburðinum verður m.a. fjallað um:

    • Aðgengi að teikningum, líkönum og upplýsingum frá hönnun til afhendingar á einum stað.
    • Úttektir, skýrslur, verkbeiðnir og aðrar skráningar.
    • Staðlar og gæðakerfi (BSI 9001).
    • Fjármagnsstjórnun, beintenging við bókhaldskerfi ofl..

    Um er að ræða fyrsta viðburð vorsins í seríunni BIM Skapalón sem BIM Ísland stendur fyrir. Viðburðurinn verður haldinn hjá Iðunni fræðslusetri í Vatnagörðum 20 þann 28. febrúar, kl. 9.00 -11.00.

    Fyrirlesarar verða:

    • Andrei Cornel Danet og Kasper Brünings frá NTI
    • Dýrmundur Helgi frá Mannverk

    Viðburðurinn er opinn öllum en takmörkuð sæti í boði og skráning áskilin.

    Skráning fer fram hér

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband