Gáfu nýjan kennslubíl

BL gaf Iðunni fræðslusetri nýjan Renault Megane E-Tech 100% rafmagnsbíl

Vilborg Harðardóttir framkvæmdastjóri Iðunnar og Sigurður Svavar Indriðason leiðtogi bílgreina tóku við bílnum frá framkvæmdastjóra BL Sævarhöfða, Ingþóri Ásgeirssyni.
Vilborg Harðardóttir framkvæmdastjóri Iðunnar og Sigurður Svavar Indriðason leiðtogi bílgreina tóku við bílnum frá framkvæmdastjóra BL Sævarhöfða, Ingþóri Ásgeirssyni.

    BL kom færandi hendi í byrjun febrúar og afhenti Iðunni fræðslusetri nýjan Renault Megane E-Tech 100% rafmagnbíl. Bíllinn er sérstaklega fluttur inn til landsins fyrir kennslu. Kennslubíllinn verður til sýnis og nýttur í verkefni á Mín framtíð 2025, Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið verður 13.-15.mars í Laugardalshöll.

    Eftir það verður bíllinn til dæmis nýttur á rafbílanámskeiðum, almennum rafmagnsnámskeiðum og mögulega í prófverkefni í sveinsprófum.

    BL mun einnig nýta bílinn fyrir sín vinsælu innanhússnámskeið sem eru haldin í húsakynnum Iðunnar. Iðan leitast ávallt við að bjóða þátttakendum námskeiða upp á það nýjasta í okkar greinum og mun þessi bíll hjálpa til við það. Vilborg Harðardóttir framkvæmdastjóri Iðunnar og Sigurður Svavar Indriðason leiðtogi bílgreina tóku við bílnum frá framkvæmdastjóra BL Sævarhöfða, Ingþóri Ásgeirssyni.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband