Gáfu nýjan kennslubíl
BL gaf Iðunni fræðslusetri nýjan Renault Megane E-Tech 100% rafmagnsbíl
.jpg?proc=newsbig2)
BL kom færandi hendi í byrjun febrúar og afhenti Iðunni fræðslusetri nýjan Renault Megane E-Tech 100% rafmagnbíl. Bíllinn er sérstaklega fluttur inn til landsins fyrir kennslu. Kennslubíllinn verður til sýnis og nýttur í verkefni á Mín framtíð 2025, Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið verður 13.-15.mars í Laugardalshöll.
Eftir það verður bíllinn til dæmis nýttur á rafbílanámskeiðum, almennum rafmagnsnámskeiðum og mögulega í prófverkefni í sveinsprófum.
BL mun einnig nýta bílinn fyrir sín vinsælu innanhússnámskeið sem eru haldin í húsakynnum Iðunnar. Iðan leitast ávallt við að bjóða þátttakendum námskeiða upp á það nýjasta í okkar greinum og mun þessi bíll hjálpa til við það. Vilborg Harðardóttir framkvæmdastjóri Iðunnar og Sigurður Svavar Indriðason leiðtogi bílgreina tóku við bílnum frá framkvæmdastjóra BL Sævarhöfða, Ingþóri Ásgeirssyni.