Við kunnum að meta þig

Raunfærnimat er ferli þar sem þekking og færni sem þú hefur aflað þér í starfi, er metin og staðfest.

    Markmiðið er að nýta þá hæfni sem þú hefur þegar öðlast, svo þú þurfir ekki að hefja nám frá grunni, heldur fá formlega viðurkenningu á kunnáttu þinni og styttingu á námi ef við á. Námsráðgjafar Iðunnar fræðsluseturs veita þátttakendum stuðning og leiðsögn í gegnum allt ferlið.

    Fyrir hvern er raunfærnimat?

    Raunfærnimat hentar þeim sem hafa starfað við iðngrein í og vilja ljúka námi, en vantar formlega viðurkenningu á hæfni sinni. Raunfærnimat er einnig kjörið fyrir alla sem hafa verið í skóla og horfið frá námi einhverra hluta vegna og vilja nú ljúka því. Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati eru 23 ára aldur og 3 ára staðfest starfsreynsla í viðkomandi grein. Að loknu raunfærnimati er hægt að halda áfram námi og ljúka sveinsprófi. Þetta hafa fjölmargir nýtt sér og starfa í dag sem fagfólk á sínu sviði.

    Hvernig virkar ferlið?

    Raunfærnimat er einfalt og skýrt ferli sem inniheldur:

    1. Umsókn og gögnum skilað – þú skilar inn umsókn og gögnum og veitir upplýsingar um reynslu þína.
    2. Sjálfsmat – þú metur eigin hæfni með sérstökum sjálfsmatslistum.
    3. Samtal við matsaðila – fagaðilar meta færni þína.
    4. Niðurstöður og viðurkenningu – þú fær formlega viðurkenningu.
    5. Náms- og starfsráðgjöf - varðandi næstu skref.

    Hvers vegna ættir þú að láta reyna á raunfærnimat?

    Raunfærnimat getur sparað tíma og fjármuni með því að stytta námstíma til sveinsprófs. Það getur einnig bætt atvinnumöguleika og aukið sjálfstraust með formlegri viðurkenningu á hæfni sem getur veitt þér aukinn styrk. Láttu reynsluna þína telja – við kunnum að meta þig!

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband