Kynning á verkefnum Asks - mannvirkjarannsóknarsjóðs
HMS boðar til fundar þar sem opnuð verður vefsíða með kynningum á verkefnum styrkþega Asks - mannvirkjarannsóknasjóðs.
Nokkrir styrkþega munu kynna niðurstöður rannsókna sinna. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HMS þriðjudaginn 28. janúar og hefst kl. 14:00.
Askur – mannvirkjarannsóknasjóður veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum mannvirkjagerðar. Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í mannvirkjaiðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til að lækkunar kolefnisspors.
Veittir hafa verið styrkir í þrjú styrkár 2021-2023 til 95 verkefna, sem mörg hver eru framhaldsverkefni. Opnuð verður vefsíða með niðurstöðum og kynningum á 38 verkefnum hjá Aski, sem mörg hafa hlotið framhaldsstyrki og eru í raun 62 styrkir á bakvið þessar 38 vefsíður með niðurstöðum verkefna. 290 milljónir hafa verið veittar fyrstu þrjú styrkárin.
Hér má nálgast dagskrá fundarins og skráningu