Sabering: listin að opna kampavín með sverði

„Sabering“ er kostuleg aðferð til að opna kampavínsflösku með sverði, sem á að sögn rætur sínar að rekja til herforingja Napóleons.

    Sjálfur var Napóleon mikill unnandi kampavíns og á hann einhvern tíman að hafa sagt eftirfarandi. Kampavín, í sigri á maður það skilið, í ósigri þarfnast maður þess. Reyndar eru öllu meiri líkur á því að höfundur þessara orða sé Winston Churchill, en setningin er góð hver sem sagði hana. Í meðfylgjandi fræðslumola sýnir Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, framleiðslumeistari, okkur réttu handtökin þegar þessari aðferð er beitt.

    Til að „sabera“ þarf fyrst að tryggja að flöskan sé vel köld. Glerið verður stökkara þegar flaskan er kæld, sem auðveldar það að brjóta hálsinn. Flaskan er annað hvort geymd í frysti í klukkutíma eða kæld yfir nótt í ísskáp. Þegar komið er að sjálfri saberingunni er mikilvægt að fylgja nokkrum einföldum skrefum:

    • Undirbúningur: Fjarlægðu álpappírinn af flöskunni og opnaðu vírbúrið með sex snúningum,færðu það aðeins ofar og festu lauslega.
    • Finndu sauminn: Leitaðu að saumnum á flöskunni þar sem glerið er límt saman – þar er best að höggva.
    • Rétt staða: Haltu flöskunni í 30–40 gráðu halla og tryggðu að hálsinn snúi frá fólki.

    Notaðu kampavínssverð eða annað sterkt, slétt verkfæri. Hreyfingin á að vera einföld og ákveðin – eins og þú sért að „kinka kolli“ í flöskuna. Létt högg í rétta átt opnar flöskuna með glæsibrag.

    Algengast er að saberað kampavín, en einnig er hægt að nota þessa aðferð á freyðivín með nægum þrýstingi. Þetta er skemmtileg leið til að heiðra hefðirnar og skapa eftirminnilegar stundir!

    Þess má geta að í Heimsmetabók Guinnes er Mirko nokkur Reiner skráður fyrir heimsmeti í að sabera kampavínsflöskur. Hann opnað alls 68 flöskur með aðferðinni á einni mínútu þann 3. febrúar 2023 og bætti fyrra met um 2 flöskur.

    Skál og njótið með ábyrgð!

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband