Traust, jákvæðni og vellíðan í starfi
Með velvild og stuðningi aukum við starfsánægju og minnkum líkur á langtíma veikindum og kulnun. Um leið aukum við árangur og samkeppnishæfni.
Í haust býður Iðan upp á námskeiðið Lykillinn að starfsánægju - þekking og færni til að brenna ekki upp í starfi. Um er að ræða nýtt námskeið þar sem markmiðið er að auka skilning og hæfni stjórnenda og starfsfólks við að skapa og innleiða leiðtogamenningu þar sem traust og vellíðan eru í fyrirrúmi.
Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, umræðum og léttum lífsorkuæfingum. Ræddar verða leiðir til að efla leiðtogahæfni, bæta starfsánægju, einbeitingu og árangur. Einnig lærum við og njótum saman léttra Qigong lífsorkuæfinga, sem veita góðan grunn að bættri heilsu og auknum lífskrafti, bæði í leik og starfi.
Kennari á námskeiðinu er Þorvaldur Ingi Jónsson, en hann hefur meistarapóf í stjórnun og stefnumótun
Smelltu hér til að skrá þig eða fá frekari upplýsingar um námskeiðið.