Nýr vefur Iðunnar í smíðum

Nú stendur yfir vinna við hönnun og smíði á nýjum vef og námsumsjónarkerfi fyrir Iðuna með hugbúnaðarfyrirtækinu Overcast.

    Nýr vefur Iðunnar er hannaður með það að leiðarljósi að bæta aðgengi að fræðslu, upplýsingum og margvíslegri þjónustu. Í hönnunarvinnunni er lögð sérstök áhersla á að vistvænt fótspor vefsins sé til fyrirmyndar. Vinnan gengur vel og má gera ráð fyrir að nýr vefur verði tekin í gagnið snemma árs 2025.

    Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar segist sannfærð um að nýr vefur bæti upplifun nemenda og annarra sem sækja þjónustu til Iðunnar fræðsluseturs. „Það er okkur keppikefli að lágmarka umhverfisfótspor vefjarins, bæta aðgengi að upplýsingum um þjónustu Iðunnar og ekki síst fræðslu á stafrænu formi. Við hlökkum til að vinna áfram með Overcast að verkefninu og kynna nýjan vef til sögunnar áður en langt um líður.“

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband