Fjórir af fimm keppendum voru ungar konur

Afar mjótt á munum á Norrænu móti í málaraiðn

Sigurvegarinn Jonas er lengst til vinstri á myndinni og við hlið hans stendur Hildur Magnúsdóttir Eirúnardóttir Íslandsmeistari í málaraiðn og fulltrúi Íslands. Þá eru á myndinni Camilla Gelmer sem keppti fyrir Danmörk, Beata Lempiäinen fyrir Finnland og Sandra Mellgrein fyrir Svíþjóð.
Sigurvegarinn Jonas er lengst til vinstri á myndinni og við hlið hans stendur Hildur Magnúsdóttir Eirúnardóttir Íslandsmeistari í málaraiðn og fulltrúi Íslands. Þá eru á myndinni Camilla Gelmer sem keppti fyrir Danmörk, Beata Lempiäinen fyrir Finnland og Sandra Mellgrein fyrir Svíþjóð.

    Ungi Norðmaðurinn Jonas Eckholm vann Norrænt mót í málaraiðn sem fór fram dagana 14.-16.ágúst í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið var haldið samhliða þingi Norrænna málarameistara, NMO-Nordic, sem haldið er annað hvert ár. Málarameistarafélagið stóð bæði að mótinu og þinginu. Fulltrúi Íslands var Hildur Magnúsdóttir Eirúnardóttir og stóð hún sig með sóma. Athygli vekur að fjórir af fimm keppendum eru ungar konur en málaraiðn er sú iðngrein á Norðurlöndum þar sme kynjahlutföll eru jöfnust. Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi er hlutfallið nánast 50% en í Finnlandi er skiptingin komin í 70% konur og 30% karlar í faginu.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband