Áhugaverð námskeið í ágúst
Haustönnin er hafin hjá Iðunni og fjöldinn allur af námskeiðum í boði fyrir fagfólk sem vill efla sig í starfi.
Skráning er hafin á námskeið haustannar og nú er um að gera að nýta tækifærið, kynnast nýjum hugmyndum, dýpka eigin þekkingu og öðlast nýja færni.
Í ágúst eru nokkur áhugaverð námskeið í boði, sum sérhæfð og önnur almennari eðlis:
- 15. ágúst
3D prentun í iðnaði
Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í þrívíddarprentun. Unnið er með allt ferlið í notkun 3D prentara þ.e. umgengni og notkun prentarans, hönnun verkefna og tölvuvinnsla. Þátttakendur nota Fusion 360 teikniforritið, teikna hlut og prenta út, sækja verkefni á netið og prenta.
- 15. ágúst
Reglubundið viðhald raf- og tvinnbíla - AKUREYRI
IMI rafbílanámskeið á þrepi 2.2. Námskeiðið er hannað fyrir þá sem vinna við almennar viðgerðir og viðhald og gætu þurft að þjónusta raf/tvinn bíla. Einnig veitir námskeiðið þá þekkingu og hæfni til að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst.
-
27. ágúst
Umbúðahönnun og framleiðsla með KASEMAKE
Á þessu námskeiði kennir sérfræðingur í umbúðarforritinu KASEMAKE á almenna eiginleika og virkni forritsins. Námskeiðið er bæði ætlað byrjendum og fagfólki sem vinnur nú þegar í forritinu í forvinnslu og hönnun umbúða ásamt þeim sem vilja kynnast umbúðum betur.
-
30. ágúst
Sveppir og sveppatínsla í íslenskri náttúru
Námskeiðið byrjar seinnipart dags föstudaginn 30. ágúst með fyrirlestri og sýningu á helstu ætisveppategundum sem við gætum átt von á að finna í sveppagöngu. Þar er fólki kennt að þekkja um 20 tegundir öruggra ætisveppa og fjallað er um útbreiðslu þeirra, búsvæði og önnur einkenni. Á laugardeginum 31. ágúst verður síðan farið í ólík skóglendi með kennara og aðstoðarfólki þar sem veitt er leiðsögn við greiningar á þeim sveppategundum sem finnast, á hvaða þroskastigi þær eru nýtanlegar og hvernig er best að ganga frá þeim.