Kaffispjall um myndskeið í kennslu
Gerður Pétursdóttir, fræðslustjóri Isavia, fær góða gesti í spjall um notkun myndskeiða í fræðslustarfi.
Kennslumyndskeið eru ekki aðeins notuð í formlegu skólastarfi heldur eru þau algeng leið til að miðla fræðslu innan fyrirtækja. Og notkun þeirra fer vaxandi ef eitthvað er. Kennslumyndskeið eru af margvíslegum toga og það má líka nýta þau á ýmsan hátt. Í þessu fróðlega kaffispjalli ræðir Gerður við Elínu Yngvadóttur og Ingibjörgu Emilsdóttur um hagnýtingu myndskeiða í kennslu en þær stöllur eru námsbrautarstjórar hjá Isavia og hafa báðar nýlokið meistaranámi við HÍ.