Nýsköpun í brennidepli á Bransadögum

Stærsti fræðsluviðburður Iðunnar frá upphafi

Bransadagar Iðunnar verða haldnir 14.-16.maí í ár og eru helgaðir nýsköpun í iðnaði. Á Bransadögum deila hátt í þrjátíu sérfræðingar þekkingu sinni og reynslu. Bransadögum lýkur á partý í Vatnagörðum og við lofum miklu fjöri. Um er að ræða stærsta fræðsluviðburð Iðunnar fræðsluseturs frá upphafi.

Nýsköpun er ferðalag sem útheimtir seiglu og útsjónarsemi. Að komast á áfangastað er sjaldan einfalt því leiðin er ekki endilega alltaf greið. Við vitum að það er nauðsynlegt að reima á sig skóna og leggja af stað. Það er því mikils virði að fá að læra af okkar fremsta fagfólki í iðnaði. Á Bransadögum mun mikill fjöldi fyrirlesara og sérfræðinga deila reynslu sinni og sýna nýjustu tæki og tól. Nánar um dagskrána má lesa á heimasíðu viðburðarins: www.bransadagar.is

Af mörgum má nefna; Björn Jóhannsson frá Urban Beat sem mun fjalla um notkun stórþörunga sem staðgengilsefni í byggingariðnaði, gerðar verða tilraunir í prentun með pappír úr nýstárlegum efnum og á málþingi verður leitað lausna til að styrkja prentaða miðla hér á landi. Við fáum að kynnast grænni nýsköpun svissneska fyrirtækisins Climeworks, sem rekur fyrstu og stærstu föngunar- og förgunarstöð heims uppi á Hellisheiði en hún ber nafnið Orca. Við kynnumst möguleikum málmþrívíddarprentunar á Ísland og lærum á notkun dróna í byggingar-og mannvirkjagerð.

Góðir gestir að utan

Einnig er von er á góðu fagfólki til landsins sem ætlar að miðla til okkar nýjustu þekkingu. Frá Bretlandi kemur Elliot Smith eigandi Pro-Moto Europe og fer yfir byltingu í bílabransanum, áskoranir og lausnir. Gert K. Nielson hönnuður og sérfræðingur í myndrænni miðlun kemur frá Danmörku og heldur fyrirlestur um helstu tækifæri og ógnir í gervigreind, Ulbe Jelluma frá Print Power heimsækir okkur frá Hollandi og ræðir um möguleika prentiðnaðar. Við fáum að heyra af nýjustu tækni í titringsmælingum frá Garrett Williams sérfræðingi RMS og fáum góða gesti frá Norður-Svíþjóð, þá Tore Karlsson og Simon Dahlgren frá Skellefteå VUX. Þeir fara yfir það hvernig lítið bæjarfélag tekst á við þær áskoranir sem fylgja því að fá risafyrirtæki eins og Northvolt á staðinn sérstaklega með tilliti til menntunar og þjálfunar. Northvolt er tiltörulega ungt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að framleiða lithium rafhlöður með umhverfisvænni hætti en margir aðrir og vinna t.d. með fyrirtækjum á borð við Volvo, BMW Group og Volkswagen. .

PopUp veitingastaður í Vatnagörðum og partý!

Dagskráin er metnaðarfull og kemur vonandi félagsfólki okkar skemmtilega á óvart. Þann 16.maí höldum við partý og þá opnar heill veitingastaður í tilefni Bransadaga í Vatnagörðumí samvinnu við Loki Food, Hinrik Carl matreiðslumeistara og náttúrumatreiðslumanns. Gísla Grímsson hjá Rætur náttúruvín og landsliðskokkana Huga Rafn Stefánsson og Ólöfu Ólafsdóttir Matreiðslumennirnir sameina krafta sína, kynna nýjungar og bjóða okkur upp á að smakka á framtíðinni. Partýið hefst klukkan 17:00, gestum verður boðið upp á veitingar frá Flóru, Bergur Ebbi flytur uppistand og Júlladiskó heldur uppi fjörinu. Þeir sem skrá sig og mæta eiga kost á því að vinna til glæsilegra vinninga í happdrætti!

Ekki láta þig vanta. Þér er boðið! Skráðu þig hér.

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband