Arctic Challenge á Akureyri

Iðan fór á vettvang á keppni Arctic Challenge á Akureyri en keppt var í matreiðslu, kokteilagerð og kjötiðn. Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá tilurð samtakanna og keppninni sjálfri.

    Arctic Challenge eru félagasamtök stofnuð 2021 á Akureyri með það að markmiði að efla uppbyggingu, fræðslu og ástríðu í matvæla -og veitingagreinum á Norður og Austurlandi. Matreiðslumennirnir Árni Þór Árnason og Alexander Magnússon stofnuðu samtökin í miðjum heimsfaraldri með það að markmiði að sameina bransann á erfiðum tíma sem einkenndist af lokunum og tekjutapi vegna fjöldatakmarkana.

    Ekki bara keppni- líka fræðsla

    „Allir í veitingabransanum voru að deyja úr leiðindum,“ segir Árni Þór um Covid tímabilið. Það átti heldur betur eftir að breytast. Athafnasemin blés lífi í matvæla- og veitingagreinar, nemar njóta starfsins og nú þekkist fagfólk betur á Norðurlandi og Austurlandi. Árni Þór segir samtökin hafa stækkað mikið. „Fyrsta keppnin var haldin í janúar 2022 og fékk mikinn meðbyr á Norður og Austurlandi. Samhliða keppninni voru haldnir fyrirlestrar og fræðsluviðburðir sem nutu mikilla vinsælda. Við ákváðum að gera þetta bara almennilega.“

    Keppt í kjötiðn

    Keppnin var haldin þann 2. mars í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Stjórnendur höfðu skýr markmið hvað varðar sjálfbærni og minni matarsóun og gerði þá kröfu á keppendur að huga að þeim þáttum. Ný keppnisgrein leit dagsins ljós, Arctic Butcher, en í ár var í fyrsta sinn keppt í kjötiðn. Keppendur fengu 3,5 klst. til að sýna færni í úrbeiningu á nautabóg, grísabóg, hálfum lambaskrokk og svo nautaslag. Síðan þurftu þeir að stilla upp í kjötborð. Sigurvegari keppninnar var Davíð Clausen Pétursson og í öðru sæti var Ágúst Sigvaldason.

    Fengu 1,5 klst til að gera matseðil

    Keppnin Arctic Chef var haldin á sama tíma og þurftu keppendur í þeirri keppni að para sig saman við kjötiðnaðar keppendur og panta hjá þeim þann vöðva sem hann notar svo í aðalréttin í sinni keppni. Fyrir utan kjötið fengu keppendur 1,5 klst. til að gera matseðil eftir að hafa fengið að skoða fyrir framgefið hráefni, að lokinn matseðla gerð héldu keppendur saman í Krónuna þar sem þeir fengu að velja sér ferskt og gott hráefni. Í keppninni sjálfri áttu keppendur að framreiða 3 rétta matseðil og auk þessa að dæma bragð og útlit þurftu keppendur að passa upp á matarsóun. Keppnin var æsispennandi en að lokum var það Sindri Freyr Ingvarsson sem stóð uppi sem sigurvegari og í öðru sæti var Matthías Pétur Davíðsson.

    Núll sóun

    Í kokteila keppninni Arctic Mixologist héldu keppendur sýningu þar sem fjöldi keppenda hristu koktila fyrir framan gesti. Þema keppninnar í ár var Núll Sóun „Zero Waist“ og skildu hráefnið var Koskinkorva Vodka og höfðu keppendur 15. mín til undirbúa og framreiða 4 glös. Strax og búið var að framreiða drykkina þurftu keppendur að taka skriflegt próf. Sigurvegari keppninar í ár var Thelma María Heiðarsdóttir, í öðrusæti var Elmar Freyr Arnaldsson og í því þriðja Andri Þór Guðmundsson.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband