Gefum ungu og efnilegu fólki tækifæri

Guðni Erlendsson mannauðsstjóri Samkaupa er hér í fræðandi spjalli við Evu Karen Þórðardóttur

Guðni Erlendsson, mannauðsstjóri
Guðni Erlendsson, mannauðsstjóri

    Samkaup er með 1400 starfsmenn í 700-800 stöðugildum. Starfsstöðvarnar eru 65 talsins og dreifast um allt land. Samkaup rekur verslanirnar Netto, Iceland, Krambúðina og Kjörbúðina. Aðalstöðvar fyrirtækisins eru í Reykjanesbæ.

    Mikil saga og menning er fyrir fræðslu hjá Samkaupum. Kaupmannsskólinn var rekinn eins og hefðbundinn skóli með staðbundnum námskeiðum sem nú hafa verið færð mikið til yfir í rafræna fræðslu. Covid hjálpaði til við að ýta undir umbreytinguna þó að vissulega hafi sú vinna verið hafin áður. Guðni segir Samkaup einnig vera í góðum samskiptum við Bifröst hvað varðar námsleiðir fyrir starfsfólk.

    Í hlaðvarpinu fer Guðni yfir þær fjölbreyttu fræðsluleiðir sem Samkaup býður upp á. Menningin í fyrirtækinu er fræðslumiðuð og starfsfólk er hvatt til þess að nýta sér öll tækifæri til þess að efla sig í starfi.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband