Mobility Beyond Borders - nýtt hlaðvarp

Helen Gray leiðtogi alþjóðaverkefna hjá Iðunni er nýr stjórnandi hlaðvarps um alþjóðaverkefni

    Hlaðvarpið heitir  „Mobility - Beyond Borders, “ þar sem við skoðum heim atvinnulífsins út frá ýmsum sjónarhornum en ávallt með alþjóðlegu ívafi. Þessi þáttaröð leiðir okkur í gegnum menntun og fagmennsku þvert á landamæri. Helen Gray er stjórnandi þáttanna.

    Fyrsti þátturinn fjallar um sýn Tims Schaumburg, nema í opinberri stjórnsýslu á iðnámi, vinnustaðamenningu og aðgengismál fatlaðra að vinnustöðum.

    Tim færir okkur einstaka sýn í umræðuna þar sem við skoðum blæbrigði vinnustaðamenningar og hvernig hún er mismunandi milli landa. Við skoðum atvinnulífið og skoðum hlutverk í því að móta og aðgengisvæna vinnustaði. Tim deilir reynslu sinni og því sem hann hefur lært á hjá Iðunni og þeim stöðum sem hann heimsótti, og varpar ljósi á mikilvægi þess að skapa vinnustað sem er bæði aðgengilegur og aðlaðandi fyrir alla.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband