Glæsileg útskriftarhátíð á Akureyri
Rúmlega 90 manns mættu á afhendingu sveinsbréfa sem fram fór við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 5. október sl.
Afhent voru sveinsbréf í sex greinum: blikksmíði, framreiðslu, matreiðslu, húsasmíði, húsgagnasmíði og bifvélavirkjun. Það er gaman að geta þess að um er að ræða fjölmennustu útskriftarhátíð sem haldin hefur verið fyrir norðan í þessum iðngreinum.
Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður FMA og Heimir Kristinsson varaformaður Byggiðnar afhentu sveinum bréfin sín ásamt einstaklingum úr sveinsprófsnefnd. Jón Bjarni Jónsson, formaður Byggiðnar, veitti Auði Björnsdóttur verðlaun fyrir hæstu einkunn á sveinspróf í húsgangasmíði.