Byrjuðu í bílskúr með eina trukkvél
Hjónin Gunnhildur Ingvarsdóttir og Þráinn Skarphéðinsson hafa rekið Héraðsprent í rúm 50 ár
Gunnhildur er hér í afar skemmtilegu og fræðandi viðtali við Kristjönu Guðbrandsdóttur, leiðtoga prent- og miðlunar hjá Iðunni, um rekstur og þróun prentsmiðjunnar.
Með meistarabréf í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang í september 1972. Til gamans má geta þess að fyrst um sinn var prentsmiðjan til húsa í einföldum bílskúr. Þar var ekki sími og bárust verkbeiðnir því ýmist bréfleiðis eða á staðnum. Þörfin fyrir þessa þjónustu var til staðar og jukust umsvifin því jafnt og þétt.
Fyrsta prentvélin er ennþá í notkun og þá sérstaklega í þeim verkefnum sem leitast er við að ná fram ákveðinni áferð.
Auk þess að bjóða upp á alla almenna prentþjónustu, hönnun og pappírssölu gefur Héraðsprent út Dagskrána á Austurlandi og Kompás.