Einföld viðskiptaáætlun með aðstoð ChatGPT
Viltu skrifa vandaða viðskiptaáætlun? Fáðu ChatGPT til að hjálpa þér.
Iðan fræðslusetur hefur tekið höndum saman með Ólafi Kristjánssyni, tölvusnillingi með meiru, og sett saman fimm fræðslumola um gervigreind. Í fyrsta myndskeiðinu voru tekin fyrstu skrefin í notkun á ChatGPT og í því næsta var sjónum beint að mjög hagnýtu verkefni, nefnilega hvernig hægt er að nýta gervigreind til að skipuleggja ferðalag.
Hér er kominn þriðji fræðslumolinn í seríunni og nú verður sýnt hvernig hægt er að vinna einfalda viðskiptaáætlun með aðstoð ChatGPT.