Menntasproti atvinnulífsins 2023

Orkuveita Reykjavíkur hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Vaxtasproti OR

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir
Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir

    Menntasproti atvinnulífsins, er viðurkenning sem er veitt af Samtökum atvinnulífsins fyrir nýsköpun á sviði fræðslumála segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs sem er hér í skemmtilegu spjalli um Vaxtasprota OR.

    Vaxtasprotinn er verkefni sem OR hefur unnið að í 3 ár og kallast á ensku growth agent. Verkefnið er unnið með erlendum ráðgjafa þar sem farið er í að vinna í teymum, leiða teymi, eiga í góðum samskiptum, hugsa stefnumiðað, innleiða stefnu og kortleggja ferðalag starfsfólks og viðskiptavina.

    Upphaflega var farið af stað með verkefnið til að hafa áhrif á menninguna og það má með sanni segja að það hafi tekist. Ellen Ýr bendir á að þeir aðilar sem hafa farið í gegnum prógrammið eru sannkallaðir kyndilberar nýrra tíma og hafa áhrif beint inn á sín starfssvið og deildir.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband