Finnska leiðin í Espoo
Framkvæmd og útfærsla keppnisgreina á finnska landsmótinu í iðn- og verkgreinum.
Fulltrúar málm- og véltæknisviðs og bílgreina hjá Iðunni fræðslusetri fóru á Finnlandsmót iðn-og verkgreina Taitaja 2023 í Espoo í byrjun maímánaðar.
Fræðsluferðin var styrkt af Erasmus+ og var tilgangurinn að styrkja þekkingu í þessum greinum á stuðningi við keppendur, verkefnum landsmóta og aðkomu skóla og fræðslustofnana.
Keppt var í 50 mismunandi greinum á þremur dögum, allt frá flutningaakstri í skógariðnaði til ferðaiðnaðar. Leiðtogarnir rýndu sérstaklega sínar greinar og ræddu við dómara, þjálfara og aðra aðila að keppninni um framkvæmd og útfærslu keppnisgreinanna.
Omnia- iðn- og tækniskóli var samstarfsskóli keppninnar í ár og fóru leiðtogar greinanna einnig í heimsókn í skólann að kynna sér tilhögun náms og uppbyggingu finnska menntakerfisins í iðn-tækni og verkgreinum.