Vefurinn sem markaðstæki
Lella Erludóttir, sölu- og markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda, ræðir við Ólaf Jónsson um vefi sem markaðstæki.
Það er auðvitað velþekkt að vefurinn er eitt mikilvægasta markaðstæki fyrirtækja og skiptir þá sáralitlu máli starfsmannafjöldi, veltutölur eða viðfangsefni. Á vefnum miðla fyrirtæki upplýsingum, veita aðstoð og selja vörur og þjónustu svo ekki sé meira sagt. Vefurinn getur verið lúxus en oftar en ekki er hann lífæð og það er lykilatriði fyrir afkomu fjölda fyrirtækja að vefur þeirra raðist ofarlega við leit og að notendaupplifunin sé allavega ásættanleg. Það er hins vegar ekki sjálfsagt og að baki vel heppnuðum vef liggur bæði mikil hugsun og vinna.
Lella Erludóttir þekkir vel til vefmála og í þessu fróðlega viðtali ræðir hún við Ólaf Jónsson ráðgjafa um vefinn sem markaðstæki.