Nám í kennsluréttindum fyrir iðnmeistara
Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár er til 5. júní
Háskóli Íslands býður upp á nám í kennsluréttindum sérhannað að þeim sem eru að fara að kenna starfsgrein í framhaldsskóla. Um er að ræða 60 eininga diplómanám á grunnstigi og geta þátttakendur sótt um leyfisbréf að hjá Menntamálastofnun að því loknu. Leyfisbréfið gildir í leik,- grunn- og framhaldsskóla.
Námið er skilgreint sem nám með vinnu og virðist það henta markhópnum best að taka 15 einingar á hverri önn í tvö ár. Elsa segir að flest þau sem stundi námið séu fullorðið fólk með fjölskylduábyrgð og því þurfi að vera grundvöllur til að geta samræmt hvort tveggja. Námið er bæði bóklegt og á vettvangi.
Ef umsækjandi kemur úr löggiltri iðngrein þarf hann að vera með iðnmeistararéttindi til að innritast í námið. Komi hann hins vegar úr starfsgrein sem býður ekki upp á iðnmeistararéttindi, þ.e. starfsgrein sem lýkur með starfsréttindaprófi úr framhaldsskóla, þá þarf viðkomandi að hafa tveggja ára starfsreynslu. Þetta getur verið nokkuð snúið segir Elsa og bendir fólki á að hafa samband við deildina komi upp spurningar.