Ævintýri á Íslandi

Matreiðslunemarnir Dean Johnston og Roberts Korzinins eru hluti af tuttugu manna hópi iðnnema sem eru staddir á landinu þessa dagana.

    Nemarnir eru hér á vegum Menntaáætlunar ESB sem veitir iðnnemum og nýsveinum tækifæri til að afla sér reynslu og þekkingar innan síns fagsviðs í öðrum Evrópulöndum. Reynsla úr slíkum verkefnum getur aukið starfsmöguleika þátttakenda heima og erlendis og gefur þar að auki ferilskránni aukið vægi. Svo er það alltaf heilmikið ævintýri að ferðast til annarra landa og stunda sína iðn.

    Hópurinn kemur úr skólum víðsvegar um Evrópu, Johnston og Korzinins koma t.a.m. frá N-írlandi. Iðan hefur milligöngu um dvölina og aðstoðar m.a. við að finna fyrirtæki sem eru tilbúin að bjóða erlendum nemum til sín. Það er ánægjulegt að geta upplýst að íslensk fyrirtæki eru almennt boðin og búin að taka þátt í Erasmus+ verkefnum. Það er gott því virk þátttaka fyrirtækjanna gerir verðandi fagfólki kleift að efla sig bæði persónulega og faglega og kynnast íslensku atvinnulífi. Starfsfólk fyrirtækja hafa einnig orð á því að þetta sé skemmtilegt upplifun sem brjóti upp rútínuna. Það er líka alltaf jákvætt og gagnlegt að kynnast nýjum vinnubrögðum og menningu.

    Íslenskir iðnnemar hafa einnig kost á því að sækja styrki til vinnustaðanáms í Evrópu.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband