Staðlar eru allt í kringum okkur

Þeir eru verkfæri þar sem stjórnendur fyrirtækja hafa aðgang að bestu þekkingu hverju sinni til að ná betri árangri.

Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs

  Staðlar eru allt í kringum okkur án þess að við höfum endilega hugmynd um það. Þeir fjalla um allt milli himins og jarðar og geta verið alþjóðlegir, evrópskir, íslenskir, danskir eða tilheyrt einstökum atvinnugreinum.

  Helga segir það enga tilviljun að kreditkortin okkar eða snjallgreiðslur virka alls staðar í heiminum, að snjalltækin okkar geta talað saman, að metrinn er alls staðar jafn langur og að við getum keypt staðlaðar stærðir af dekkjum. Þetta séu allt staðlar sem auðvelda okkur lífið. „Mikilvægi þeirra birtist í því fyrir almenning að við erum örugg, hlutirnir okkar virka og eru af lágmarksgæðum“ segir hún.

  Staðlar verða til í tækninefndum og vinnuhópum staðlasamtaka. Það tekur mislangan tíma að búa þá til. Ef um er að ræða flókin viðfangsefni þar sem krefst sérfræðiþekkingar og jafnvel nýjustu rannsókna og hagaðila eru margir getur þetta verið ferli sem tekur langan tíma, ár jafnvel.

  Staðlar nýtast fyrirtækjum í iðnaði fyrst og fremst sem verkfæri til að ná meiri og betri árangri í framleiðni, auknum gæðum, sem farvegur fyrir nýsköpun og til að hlíta kröfum um virkni, gæði og öryggi vara og kerfa.

  Þetta og margt fleira í þessu afar fróðlega viðtali.

  Hafa samband

  Hafðu samband

  Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband