Formleg menntun matreiðslumanna á Íslandi

Við upphaf 20. aldarinnar voru engir menntaðir matreiðslumenn á Íslandi en þörfin og eftirspurnin jókst með hverju árinu.

Kristján Sæmundsson
Kristján Sæmundsson

    Árið 1915 þegar Eimskipafélagið var stofnað var enginn Íslendingur sem hafði formlega menntun til að starfa sen matreiðslumaður á skipunum. Fimmtán árum síðar voru allar slíkar stöður skipaðar Íslendingum sem höfðu þá menntað sig í Danmörku.

    Árið 1945 hittist hópur veitingamanna í húskynnum Oddfellow í Reykjavík í þeim tilgangi að stofna félag veitingamanna á Íslandi og fékk félagið nafnið Matsveina- og veitingaþjónafélag Íslands. Í 10. grein laga félagsins er strax fjallað um skólamál til að efla menntun í greininni. 

    Fyrsta sveinsprófið í veitingagreinum var haldið 19. september 1945 og luku 12 prófi.

    Hér er á ferðinni annar þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð.

    Þau Dóra og Þyrnir ræða við Kristján Sæmundsson matreiðslumeistara um formlega menntun matreiðslumanna á Íslandi. Kristján er mikill reynslubolti og hefur setið í sveinsprófsnefnd í matreiðslu auk þess að hafa starfað á helstu veitingahúsum bæjarins.

     

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband