Hugverk og einkaleyfi
Hugverk er oft talið vera verðmætasta eign fyrirtækis
Hugverk eru hugmyndir sem búið er að útfæra og geta verið mjög verðmætar fyrir vöxt og velgengni fyrirtækja.
Með því að vernda hugmyndirnar og nýta sér kosti markaðsetningar tengja viðskiptavinir vörumerki eða hönnun við t.d. vöruverð, gæði og góða þjónustu og skapa þannig traust til fyrirtækisins.
Einkaleyfi er hægt að fá fyrir tæknilegar uppfinningar sem eru nýjar á þeim degi sem sótt er um vernd að því gefnu að þær séu frábrugðnar öðrum lausnum á markaðinum.
Uppfinningar þurfa ekki að vera flóknar og þær mega byggja á því sem er nú þegar til að því gefnu að úr þeim verði eitthvað gagnlegt.
Ef einkaleyfi fæst gildir það í tuttugu ár frá umsóknardegi en aðeins á Íslandi að því gefnu að ekki sé sótt um í öðrum löndum. Þannig er því mikilvægt að vita með hvaða markaðsvæði er áætlað að vinna með og sækja líka um einkaleyfi þar.