Fullverkun á lambi - nýtt námskeið!

Nýtt námskeið fyrir matreiðslumenn, matreiðslunemar, matartæknar, matsveinar og starfsfólk í mötuneytum

    Þann 4. mars nk. hefst námskeiðið Fullverkun á lambi sem er nýtt námskeið hjá Iðunni. Eins og nafnið gefur til kynna þá verður heill lambaskrokkur úrbeinaður og fullverkaður á námskeiðinu. Þátttakendur fá allt hráefni til notkunar og taka með sér heim þær afurðir sem búnar eru til.

    Á námskeiðinu verða sýndar margvíslegar afurðir úr hverjum hluta lambsins og áhersla lögð á hvernig hægt er að nýta skrokkhluta á ólíka vegu. Þátttakendur gera m.a. pylsur, fást við jerky gerð og grafa vöðva. Einnig verður fengist við söltun á rúllupylsu og áleggsgerð. Sýnt verður hvernig á að skjóta í net og búa til kryddblöndur fyrir afurðirnar.

    Leiðbeinendur eru Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson sem báðir eru reyndir kjötiðnaðarmenn.

    Meðfylgjandi eru stuttir fræðslumolar um handverkfæri og pylsugerð.

      

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband