Íslensk bókahönnun í vexti
Fallegustu bækur heims er líklegast að finna á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ um þessar mundir.

Á hverju ári stendur þýska bókmenntastofnunin Stiftung Buchkunst að alþjóðlegri keppni um fallegustu bækur í heimi. Sigursælustu bækurnar eru til sýnis í samstarfi FÍT og Hönnunarsafns Íslands.
Anton Jónas Illugason er bókelskur grafískur hönnuður og ræddi í nýjasta hlaðvarpi Augnabliks í iðnaði um hvað það er sem einkennir fallegar bækur, íslenska bókahönnun og tíðarandann í dag. „Íslensk bókahönnun er í miklum vexti og hér eru margir góðir bókahönnuðir,“ segir Anton Jónas sem segir sýninguna hafa jákvæð áhrif á íslensku hönnunarsenuna sem eigi sér trausta undirstöðu í bókamenningu þjóðarinnar.