Bransadagar

Bransadagar Iðunnar fara fram í fyrsta sinn í ár með fjölbreyttri fræðslu helgaðri sjálfbærni í iðnaði. Á bransadögum koma saman ólíkar iðngreinar og setja sjálfbærni í brennidepil; prent- og miðlunargreinar, matvæla- og veitingagreinar, byggingar- og mannvirkjagreinar, málm- og véltæknigreinar og bílgreinar.

    Dagana 9. og 10. nóvember verður boðið upp á stafræna fyrirlestra á vefnum frá innlendum og erlendum sérfræðingum í sjálfbærni og umhverfismálum í iðnaði. Við endum svo vikuna á brjáluðu bransapartíi í húsnæði Iðunnar að Vatnagörðum 20, föstudaginn 11. nóvember nk.

    Bransapartí

    Húsið opnar kl. 15:00 með skemmtilegri dagskrá.

    • Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála fjallar um grænan iðnað
    • Sonja Rut Aðalsteinsdóttir, service development manager og Sigurður Örn Alfonsson, sustainability specialist kynna sjálfbærnivegferð Marels
    • Kynning á verkefninu orkuskipti.is
    • Uppistand
    • Frikki Dór stígur á svið
    • Júlladiskó sér um að þeyta skífum
    • Veitingar frá Lady Brewery og Kokkunum

    Aðgangur í partíið er að sjálfsögðu ókeypis en það þarf að skrá sig.

    Hafa samband

    Hafðu samband

    Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband