Nemastofa atvinnulífsins
Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur IÐUNNAR fræðslusetur og Rafmenntar um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks.
Markmið Nemastofu er m.a. að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning. Aðstoða fyrirtæki og iðnmeistara við að halda uppi gæðum vinnustaðanáms og markvissri kennslu og þjálfun iðnnema á vinnustað. Nemastofa tekur einnig þátt í að kynna iðn- og starfsnám á víðum grunni.
Hægt er að senda fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar á netfangið: nemastofa@nemastofa.is.