Drenlögnum skipt út í Vesturbænum
Hverjir eru helstu verkþættir þegar kemur að því að skipta út drenlögnum. Hvaða mannskap þarf í slíkt verk. IÐAN fór á vettvang.
Birgir Hólm pípulagningarmeistari og verkefnastjóri fór á vettvang á Kaplaskjólsvegi 61-65 þar sem var verið að skipta um drenlagnir vegna hugsanlegra rakaskemmda sem voru farnar að sýna sig innandyra.
Pétur Máni Björgvinsson pípulagningameistari sagði frá verkefninu fyrir hönd Verktakans Böðvars Markan sem hafði umsjón með verkinu. „Mjög líklega hafa komið upp rakaskemmdir hérna og Böðvar fenginn á staðinn til að koma á staðinn og mynda aðstæður. Svo hefur verið ákveðið í framhaldinu að taka drenið og endurnýja skólpið líka. Þegar við byrjum að grafa þá kemur í ljós að jarðvegurinn er þannig að við þurfum að fjarlægja mikið af honum. Hann er mjúkur og fullur af bleytu. Við tökum vel niður fyrir það dýpi sem við áætlum og fyllum það upp með möl til að auka stöðugleika,“ segir Pétur og sýnir í myndbandinu næstu skref frá þeirri stöðu sem verkið er í þegar IÐAN heimsótti hann Í Vesturbæinn.