Hröð þróun markaðsmála í heimsfaraldri og mýkri áhrifavaldar

Kristján Schram markaðssérfræðingur kom í kaffispjall til Kristjönu Guðbrandsdóttur og ræddi um um þróun markaðsmála í heimsfaraldri og sterkari kröfu fólks um innihald og gæði. Kristján segir fyrirtæki huga mun betur en áður að heildinni í markaðsmálum og mörg fyrirtæki hafi ákveðið að gera djarfar en tímabærar breytingar.

„Ef maður fer upp í fimm þúsund fetin, þá sér maður að fyrirtæki eru að fara aftur í stefnumótun. Núna er tækifæri til þess að taka eitt skref til baka og hugsa um það hvernig við tölum við kúnnana okkar og hvernig við viljum höfða til þeirra í framtíðinni. Það sem breyttist auðvitað mest í heimsfaraldrinum er að verslun fór á netið og eitthvað sem hefði átt að taka fimm ár tók átta vikur, sem er rosalegt. Fyrirtæki sem voru ekki tilbúin í digital þróun þurftu heldur betur að spýta í lófana,“ segir Kristján sem nefnir aðra mikilvæga þróun í markaðsmálum sem er sú að viðskiptavinir leiti í auknum mæli að trausti og því að fyrirtæki standi raunverulega fyrir eitthvað sem skiptir máli. Það er stór breyting sem nær vítt yfir. Fólk vill skipta við fyrirtæki sem þau geta treyst og standa fyrir einhverju. Gildi fóru að skipta meira máli fyrir fólk sem var fast heima hjá sé og hafði næði til að pæla í því sem er að gerast í heiminum.“ 

Goddur ræddi í hlaðvarpi hér um daginn um þrá fólks eftir því sem er ekta. Og nú eru að ryðja sér til rúms svokallaðir geninfluencers, sem mætti kannski kalla hughrifavalda, eða ert þú með betra orð? 

„Þetta eru svona mýkri áhrifavaldar. Ég kannast aðeins við þetta, þetta eru áhrifavaldar sem eru ekki að reyna að selja. Þeir eru að láta gott af sér leiða.Finnska ríkisstjórnin réð 130 áhrifavalda og þeirra markmið var ekki að selja eitthvað heldur að fá Finna til að hugsa vel um sig. Þarna er kominn alveg nýr angi á þennan áhrifavaldamarkað sem er mjög vinsæll og passar vel inn í þessa bylgju sem er að fólk vill láta tala við sig á annan hátt. Ekki bara sem neytanda heldur sem þenkjandi manneskju.“ 

Horfið á kaffispjallið við Kristján hér. 

 

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband