Umhverfisvæn endurvinnsla bíla
Netpartar ehf. er umhverfisvæn endurvinnsla þar sem áhersla er lögð á að nýta allt hráefni sem fellur til úr bifreiðum sem teknar hafa verið úr notkun.
Netpartar var stofnað árið 20019 og er til húsa á Selfossi. Ásamt því að veita alla almenna þjónustu við niðurrif og förgun ökutækja, flokkar fyrirtækið og selur rekjanlega bílavarahluti um land allt. Fyrirtækið hefur sett sér það markmið að hámarka umhverfisvæna endurvinnslu og á þann hátt viðhalda verðmæti vara, efna og auðlinda eins lengi og hægt er. Þannig taka Netpartar ehf. virkan þátt hringrásarhagkerfinu, stuðla að minni sóun og betra umhverfi.
Aðalheiður Jacobsen, eigandi og framkvæmdastjóri Netparta mætti til okkar í beina útsendingu nýlega og fræddi okkur og aðra sem áhuga hafa um fyrirtækið, umhverfisvæna endurvinnslu og hvaða ávinning það hefur í för með sér.